mánudagur, febrúar 23, 2009

Hálfannarfrí í Torquay

Það var hálfannarfrí í skólanum hjá krökkunum í síðustu viku og við skelltum okkur til Torquay í suður Englandi. Við fengum þetta fína veður flesta daga þó að það suddaði aðeins á okkur.

Við ætluðum að fara þangað á mánudagsmorgun en við fengum óvænt boð um að gista hjá vinum í Chard á sunnudagsnóttina þannig að við pökkuðum í skyndi fórum af stað á seinnipartinn á sunnudeginum. Á mánudeginum rúntuðum við til Sidmouth á leiðinni til Torquay. Vinir okkar frá Chard komu með okkur og gistu á hótelinu í eina nótt. Við skruppum til Paignton Zoo á þriðjudaginn sem var gaman og það sem eftir var vikunar fórum við meðal annars til Brixham, Dartmouth, Totnes, og Buckfastleigh.

Myndirnar í blog-færslunum hér á undan sendi ég úr símanum mínum meðan við vorum í fríinu.

Í morgun fóru krakkarnir svo aftur í skólann og ég til Bracknell í vinnuna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...