...og enn snjóar
Það er ekkert lát á snjónum. Það snjóar á hverjum degi og þó að það sé ekkert svakalega mikið er það nóg til að raska öllu.
Skólarnir hafa margir verið lokaðir og fólk unnið heima ef það er hægt. Skólinn hanns Hávars lokaði á þriðjudaginn og fimmtudaginn en var opinn í morgun. Skólinn hennar Lindseyar var opinn á þriðjudaginn (sem hún var ekki ánægð með) en lokaði svo í gær og er enn lokaður. Hún fór í heimsókn til vinkonu sinnar í morgun og myndin að ofan er frá því þegar ég tók hana þangað. Trén verða alltaf svo falleg þegar það snjóar.
Ég var að vinna að heiman á mánudaginn og þriðjudaginn en hef verið heima síðan. Það hefur ekki tekið því að leggja í langar ferðir vegna þess að það tekur svo langan tíma og svo er stórhættulegt að vera úti að keyra á "sumardekkjunum".
Já nú koma góðu fínu lopapeysurnar að gagni sem krakkarnir fengu í jólagjöf.'islenska ullin klikkar ekki.
SvaraEyðakveðja
Sigga Maja
En "jólaleg" mynd!
SvaraEyðaSkemmtið ykkur bara vel í snjónum :)