Mikið að gera
Það var mikið að gera hjá okkur á síðustu helgi:
Á laugardaginn fórum við Alison á góðgerðarball sem fyrirtækið sem hún vinnur hjá stóð fyrir. Það var verið að safna fyrir "Warwickshire & Northamptonshire Air Ambulance" og þeir buðu þangað viðskiptavinum og fólki úr fyrirtækjum sem þeir vinna með. Alison var þarna að "vinn" þar sem hún átti að sjá um að fólkið á borðinu okkar. En þett var svo sem eingin vinna, bara gaman.
Á sunnudaginn fórum við öll til Birmingham og skoðuðum "Back-to-Backs" húsin sem eru varðveitt frá því um 1800 þegar iðnaðarbyltingin var í fullum gangi og það varð að byggja mikið af ódýrum húsum fyrir allan mannskapinn sem flykktist til borgarinnar. Svo var farið á sýningu með Cirque du Soleil sem var voðalega gaman. Þessi dagur var hluti af afmælisgjöf til krakkana.
Lindsey átti svo afmæli á mánudaginn en það verðu ekki fyrr en á sunnudaginn kemur að hún býður vinkonum sínum í partý. Við ætlum að taka þær til "SnowDome" og láta þær leika sér í innanhús snjóbrekkunni þar. Ætti að vera gaman fyrir þær.