fimmtudagur, mars 19, 2009

Á Fésbókinni

Það eru bara fáeinar vikur síðan ég kom Alison fyrir á Fésbókinni og núna er hún þar flesta daga. Eins gott að ég á auka tölvu fyrir hana annars fengi ég ekki að sjá mína.

Þessi auka talva er gamla vinnutölvan mín. Krakkarnir hafa verið að nota hana en einhvernveginn tókst þeim að fá einhvern vírus á hana þannig að allt hætti að virka. Mig hefur lengi langað til að hafa tölvu með Linux kerfi í staðin fyrir Windows þannig að þetta var gullið tækifæri til að prufa. Ég er búinn að hlaða Ubuntu Linux og líkar vel og það á að vera ómögulegt að fá vírusa á Linux.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...