Glasgow ferð
Ég skrapp til Glasgow á fimmtudaginn og kom aftur heim í gær. Tíminn líður svo hratt að það tók mig smá tíma til að fatta að það var í 2007 þegar ég var þar síðast og hitti mömmu þar. Það er eins og það var bara síðasta sumar. Þetta var bara stutt ferð og enginn tími til að skoða sig um, bara vinna. Þegar ég var lentur í Birmingham fór ég og hitti Alison í Solihull þar sem við skruppum á Tapas bar til að borða á meðan Hávar var í bíói með vinum. Lindsey var á "sleep-over" hjá vinkonu sinni.
Það eru einhverjar þrengingar hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá þessa dagana. Ég var að frétta að það er búið að gera einhverjum hóp af fólki viðvörun um að það muni missa vinnuna. Þetta kom svolítið á óvænt því það hefur verið mikið að gera hjá mér og þeim sem ég vinn með en það þarf náttúrulega ekki að vera sama saga allstaðar annarstaðar. Einn af þeim sem er að fara er franskur vinnufélagi og vinur sem ég hef unnið með nokkrum sinnum síðastliðin ár. Þetta eru harðir tímar.
Hávar hélt uppá 15 ára afmælið sitt á síðustu helgi. Einn daginn hafði hann nokkra vini í heimsókn til að spila tölvuleiki, borða pizzur og horfa á bíómyndir. Við Alison og Lindsey skruppum í staðin í heimsókn til vina svo stákarnir höfðu húsið fyrir sjálfa sig. Og annan daginn fór hann með öðrum vinum í bíó og Pizza Hut. Gaman hjá honum.
Það kemur svo að Lindsey á næstu helgi þegar hún á afmæli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...