Jóla og nýárskveðjur til ykkar allra!
Ferðin okkar til Íslands heppnaðist vel í alla staði nema það vantaði kanski snjóinn en það voru nokkrir dagar með frostföl í staðinn. Það var gaman að sjá alla aftur, sérstaklega krakkana sem sum okkar höfðum ekki séð, og það var líka gaman hvað krakkarnir komu sér vel saman þó þau hittast sjaldan. Við vorum í góðu yfirlæti hjá pabba og mömmu og höfðum full afnot af jeppanum þeirra (kærar þakkir). Það var líka gott að borða íslenskan jólamat aftur: hamborgarahrygg, hangikjöt og lamb. Nammi namm! Lindsey var matvönd eins og venjulega en Hávar hámaði allt í sig, ánægður með að fá stórar sneiðar af kjöti.
Við vorum alveg gapandi hissa yfir öllum látunum á gamlárskvöld í Reykjavík. Ég hef ekki verið í Reykjavík yfir áramót síðan ég var lítill strákur. Þá var mikið um að vera en núna er þetta alveg ótrúlegt. Eitthvað sem allir verða að sjá. Íslendingar verða dálítið brjálaðir í kollinum um áramótin og vilja sprengja allt í loft up.
Það var náttúrulega dálítið af fólki sem við komumst ekki yfir að sjá en við sendum okkar bestu jóla og nýárskveðjur til ykkar allra.
Ferðin til baka gekk frekar seint. Við urðum að mæta eldsnemma í gær til að ná í vélina sem átti að fara í loftið korter yfir sjö. Vegna hagstæðra vinda átti flugið aðeins að taka 2 tíma og 16 mínútur sem allir voru kátir yfir en þegar við áttum að fara af stað þá festist sláin á milli flugvélarinar og dráttarbílsinns og það tók langan tíma til að laga það. Þegar það var búið þá þurftum við að bíða eftir flugvirkjarnir skoðuðu skemdirnar og þá höfðum við beðið það lengi að það varð að bæta meira eldsneyti á vélina. Svo þegar það var búið var dráttarbíllinn farinn eithvert annað og við urðum að bíða eftir honum. Við fórum loksins í loftið rétt fyrir klukkan 9 og lentum hálf tólf.
Núna er allt í rulsi hjá okkur. Það er verið að skyfta um kyndingu sem á eftir að taka nokkra daga og það verður kalt hjá okkur á meðan. Sem betur fer er milt veður eins og er.
Krakkarnir byrja ekki í skólanum fyrr en eftir helgi sem þau eru ánægð með en ég byrjaði í dag. Ekkert svosem mikið að gera; er bara að dunda mér heimavið, en á morgun og föstudaginn verð ég að vinna í London.