laugardagur, janúar 13, 2007

Rafmangsleysi

Við Alison ætlum að fara út í kvöld á Casino Night hjá fyrirtækinu hennar en það lítur ekki vel út. Hér er allt rafmagnslaust og við bara með kerti út um allt. Það kom víst eldur upp í rafmagnsdreifistöð sem sló öllu út. Við sáum reykjarmökkinn þegar við komum heim en núna er komið rökkur og ekkert sést. Barnapían er á standby en við viljum ekki fara frá þeim með ekkert rafmagn. Kanski getum við komið krökkunum eitthvert annað í staðinn.

Ég get þó farið á netið því talvan er á battaríum.

Hér er búið að vera voðalega milt síðustu daga og mikill vindur, jafnvel rok (og rigning öðru hverju). Það er ágætt að það er svona milt því ekki virkar gas kyndinging ef ekkert er rafmagnið, jafnvel þó hún sé ný.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...