mánudagur, október 01, 2007

DIY

Ég er aftur komin til Manchester. Vonandi verður þetta aðeins styttri vika heldur en sú síðasta og ekki eins "stressuð". Annars lítur þetta allt betur út, gamli hugbúnaðurinn aftur starfshæfur og sá nýi að skríða saman.

Helgin fór í að taka niður gamla veggfóðrið í stigaganginum og þá á ég bara eftir holið uppi og klára það á næstu helgi. Þetta tekur svo mikinn tíma hjá mér að standa í svona DIY - ég gæti aldrei orðið atvinnumaður í þessu.

3 ummæli:

  1. Á maður að vita hvað DIY þýðir ?
    Kveðja,
    Helga frænka

    SvaraEyða
  2. Það vita allir að DIY, eða "Dí Æ Væ", stendur fyrir Do It Yourself - er það ekki... ??

    SvaraEyða
  3. Reykjavíkurmærin vissi það semsagt ekki ;-)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...