Unglingar á MSN
Krakkarnir byrjuðu í skólanum í síðustu viku og hlutirnir eru að komast í fastbundið form hjá þeim, skóli, skátar, dans, leiklist, o.s.f.v.
Hávar er greinilega árinu eldri og hverfur oft með vinum sínum á kvöldin til að leika sér (eins og maður gerði í gamladaga í Vesturberginu). Svo er hann oft á MSN að spjalla við vini sína og það eru margar spjallrásir í gangi í einu. Margir af þessum MSN vinum hanns eru stelpur sem hann er farinn að hafa mikinn áhuga á, sérstaklega vegna þess að sumir vina hanns eru komnir með "kærustur".
Allt þetta spjall fer fram á sérstöku tungumáli sem er ekki auðvelt fyrir gamla karla eins og mig að skilja:
hey
sup
j/cu
same
wut r u doing 2nite
n2m
cool
Hvað þýðir þetta rugl? Ég varð að tékka á þessu og þýðingin er einhvernvegin svona:
Hey
What's up?
Just Chillin'. You?
Same
What are you doing tonight?
Nothing too much
Cool
Svona gengur þetta fram og til baka.
Gvöð hvað maður er orðinn gamall!
Hahahahaha...þið eruð snillingar..hhe þetta var ansi flott...ég er hér með nokkur önnusr sem ég varr að fá að vita (flókin bissness ;)..)
SvaraEyða-brb= be right back
-rsum = or something
..og margt fleira..en það er best að tala bara hina hörðu og flottu íslensku...Haltu áfram að blogga..skemmtilegt á fá að fylgjast með :D
-Sólveig :P
Ekki er þetta skárra hérna:
SvaraEyða*gg* =geggjað
gekt = geðveikt
audda = auðvitað
Og svo þetta gamla klassíska (gamla= ég notaði þetta á spjallrásum í "gamla daga", 1997-1998 tíhí)
lol = laughing outloud
rotfl = rolling on the floor laughing
Alla vega, glæsilegar myndirnar úr fríinu ykkar, þetta hefur verið fínasta ferð!
Bið að heilsa, þið verðið með í anda á föstudaginn, haggi?
p.s.
haggi = er það ekki!!!
Það er hellingur af þessu dóti. Stuttur listi er til dæmis hér.
SvaraEyðaVið verðum með ykkur í anda á föstudaginn. Hvert á annars að fara?
c u l8r m8
p.s.
c u l8r m8 = see you later mate
Ingvar !!!! Ert þú einn af þessum karlmönnum sem ert EKKI með afmælisdaga á hreinu ?
SvaraEyðaKveðja
Helga frænka
Já, ég verð að viðurkenna að ég er alveg ómögulegur í svoleiðislöguðu. Ég man ekki einusinni eftir afmælisdeginum mínum nema ég sé minntur á það.
SvaraEyðaÉg á líka erfitt að muna hvað ég er gamall - er búin að halda því fram að ég sé 42 en var að reikna það út um dagin að ég er ennþá 41.
En hverju er ég þá að gleyma Helga?
Ég veit að Ragnheiður systir á stór-afmæli á morgun, "the big four-oh", en ég veit ekki hvert þau ætla að fara. Trúlega út að borða eitthvað fínt en ég verð bara að smjatta með þeim í anda.