Velkomin á Toppinn
Þá er hún Ragnheiður systir mín búin að ná þeim merka áfanga að vera orðin fertug.
Hún gerir mikið af því að klífa fjöll og nú er hún búin að klífa fjall lífsreynslunnar og kominn á toppinn. Sem betur fer er þetta fjall eins og fjöllin fyrir vestan, flöt að ofan, þannig að það er hægt að ganga langa lengi áður en maður þarf að fara niður aftur. Þetta fjall er eins og önnur fjöll, það er hægt að lenda í ógöngum og sjálfheldum og það eru skriður sem geta verið erfiðar yfirferðar. En svo eru líka berjalautir sem er gaman að staldra í og það eru margir staðir á leiðinni þar sem gaman er að stoppa og virða fyrir sér útsýnið en það jafnast ekkert á við það að vera komin upp á toppinn.
Til hamingju með daginn systir góð!
En falleg lýsing á fertugsaldrinum hjá þér Ingvar.
SvaraEyðaVið fórum í veislu til Ragnheiðar í gærkvöldi. Nóg að borða og drekka, lifandi tónlist, skemmtiatriði, tjútt og trall. Mér sýndist allir skemmta sér vel, enda atvinnu partý-dýr á ferðinni þegar Ragnheiður blæs til gleði!
Kveðja til allra,
Bogga
Takk Ingvar minn fyrir fallg orð. Þetta er skáldlega mælt og mikil sannindi í þessu hjá þér, enda talarðu af reynslu ;o) Afmælisgleðin var mikil og ég naut kvöldsins hrikalega vel. Ég þakka alveg sérstaklega vel fyrir gjöfina en hún á eftir að koma sér mjöööög vel. Ég er alveg í skýjunum (eins gott að vera með gps þar)! Kærar kveðjur og risa knús til ykkar allra.
SvaraEyðaÞín systir,
Ragnheiður
Gaman að heyra að allir skemmtu sér vel. Við hugsuðum til ykkar og vorum með ykkur í anda.
SvaraEyðaErt þú líka svona mikið skáld ? Þessi fjölskylda kemur manni bara sífellt á óvart.
SvaraEyðaEins og Bogga er búin að upplýsa nú þegar, þá hélt stelpan þetta líka skemmtilega partý. Hefði verið gaman að hafa þig með en það bíður betri tíma. Við ættum kannski að stilla okkur upp í aðra sófamynd, svona 40+ árum síðar dæmi.
Ég er reyndar búin að hóta Ragnheiði að lesa upp úr bréfunum sem ég á frá henni í fimmtugsafmælinu hennar. Sumir henda nefnilega aldrei neinu.
Kær kveðja
Helga
Mikið er þetta fallega skrifað hjá þér Ingvar. Yndislegur texti :)
SvaraEyða