Hálfannarfrí
Eins og minntist á síðast hafa krakkarnir verið í hálfannarfríi frá skólanum þessa vikuna og það hefur lent á Alison að þeysast með þau út og suður.
Lindsey fór á námskeið í dansi í nokkra daga (sem hún hefur gert áður) og Hávar hefur verið önnum kafinn við að æfa fyrir leikritið sem hann er í.
Á meðan hef ég verið í Manchester á kafi í vinnu. Ég ætlaði að koma heim á miðvikudaginn en það var bara svo mikið að gerast að ég komst ekki heim fyrr en seint í gærkveldi. Í dag er ég að vinna heima en hér er tómt hús. Hávar er einhverstaðar úti með félögum sínum og Alison tók Lindsey og nokkra vini hennar í bíó.
Það er aldrei stoppað.
Það er sama hér...alltaf nóg að stússa, bæði hjá börnum og fullorðnum. Ég ætlaði upp á hálendið að ganga þessa helgina og gista í skála 2 nætur en veðrið leyfir það ekki. Fer í staðin á skemmtilega spilakvöldið sem Hörður og Árný hafa planað og svo á Skjaldbreið á sunnudaginn. Stanslaust stuð. Kær kveðja,
SvaraEyðaRagnheiður
Nýjar myndir á labbakutar.ir.is
SvaraEyðaFrábær náttúrufegurð!
SvaraEyðaJá...Ísalandið svíkur engan! Þetta var alveg hreint mögnuð ferð :o)
SvaraEyðaKnús á línuna
Til hamingju með afmælið elsku Ingvar. Nú er komið fram yfir miðnættið og þessi merkisdagur formlega hafinn. Þetta er kannski fyrsta afmæliskveðjan sem þú færð í ár ;)
SvaraEyðaVonandi verður morgundagurinn góður. Alltaf gaman að eiga afmæli á laugardegi! (vúhú, þetta þýðir að sá 17. er líka laugardagur!).
Kærar kveðjur til allra,
Helga og Pétur.
Takk fyrir fyrstu afmæliskveðjuna Helga mín.
SvaraEyða