Fyrsti snjór vetrarins
Klukkan hálf tíu í gærkvöldi kom Lindsey hlaupandi niður (hún átti að vera farin að sofa) og lét okkur vita með miklum hávaða að það væri farið að snjóa, og mikið rétt, úti fyrir var þessi fallega drífa og flestallt hulið hvítu.
Hún var svo spennt að hún gat varla farið að sofa aftur.
Það var búið að vera ískalt allan daginn og eilíf rigning sem svo varð að þessari fallegu snjókomu.
En dýrðin var ekki langlíf.
Klukkutíma seinna var farið að rigna aftur og þegar við fórum á fætur í morgun var allt horfið.
ojoojj...rigningin kemur við og við hér á fróninu líka...aldrei er hægt að halda neinu fallegu í smá stund...rigningin verður alltaf að skola öllu burt :C huhu en skemmtið ykkur vel í slabbinu líkt og við, með von um að fari að snjóa á ný !
SvaraEyða-Sólveig
Hilsen frá (Kamba)selinu :)
Rigning við og við?
SvaraEyðaMér þykir þú hógvær í lýsingunum Sólveig! Mér finnst hafa rignt hér stöðugt frá því í lok ágúst :)
Veðrið hefur samt alveg verið í stíl hjá okkur í gær. Það var komin hvít jörð hér í gærkvöldi líka, frosthula yfir öllu, stillt og kalt. S.s. yndislegt vetrarveður. Auðvitað var svo allt orðið blautt og svart aftur í morgun!
Kveðjur til ykkar allra,
Bogga og co.
jah hvað veit ég...var að koma úr blíðviðrinu á Spáni...mmmhh :) 20°og uppúr :*
SvaraEyðaÞað ringdi ekki hjá mér :) haha
Sakna ykkar allra
-Sólveig