þriðjudagur, desember 04, 2007

Crowded House

Við Alison fórum á Crowded House tónleika með nágrönnum okkar, Bob og Yvonne á mánudagskvöldið. Þetta voru alveg stórgóðir tónleikar og við skemmtum okkur vel. Yvonne er frá Nýja Sjálandi eins og hljómsveitin.

Þeir byrjuðu á að spila lög af nýju plötunni sinni en það sem allir voru að bíða eftir voru þessi gömlu góðu sem komu á endanum og þeir voru klappaðir upp aftur og aftur.

Frábær skemmtun.

Blogged with Flock

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...