Tattoo og Thanksgiving
Á laugardaginn fórum við með Guðrúnu og Magnúsi á Birmingham International Tattoo sem er sýning lúðrasveita hjá hernum og annað skilt. Ron tengdapabbi fór á þetta um árið og fanst mikið gaman af þannig að Alison langaði að skella sér líka.
Eitthvað var þetta öðruvísi en við bjuggumst við. Ekki slæmt bara ekki eins flott og við höfðum ímyndað okkur. Kanski var það vegna þess að salurinn í NIA er svo stór. Inn á milli voru önnur atriði eins og fallbyssukeppni, hunda "flyball", fimleikar, og diskódanshópur. Ég er ekki alveg viss hvað sumt af þessu á við herinn.
Skemmtilegustu hljómsveitirnar komu frá Belarus og Ítalíu.
Belarus var í hermannalegum fötum og svo kom söngvari inn með þeim sem leit út eins og hershöfðingi. En hljóðneminn virkaði ekki almennilega fyrir hann og fyrsta lagið söng hann án þess að nokkuð heyrðist í honum (það átti að vera "Volga, Volga"). Ég var alveg eins að búast við því að hann myndi draga upp byssuna sína og skjóta á liðið fyrir að vanvirða hann svona. Og það var ekki betra á síðasta atriðinu þegar allar hjómsveitirnar komu saman, þá komu tvær sópransöngkonur og byrjuðu að syngja með hershöfðingjanum og hvað haldiði: hljóðneminn hanns virkaði ekki í þetta skifti heldur.
Ítalirnir voru fyndnir. Þeir hafa fáránlega hatta, með heilmiklum fjaðrakúf, og þeir gengu ekki um eins og hinar hjómsveitirnar heldur hlupu þeir útum allt með trompetana sína.
Svo voru auðvitað Skotarnir þarna með sekkjapípurnar sínar.
Ég efast um að við förum aftur á næsta ári. Það er best að prufa eitthvað annað.
Á sunnudaginn fórum við í heimsókn til Bob og Yvonne. Þau áttu heima í USA í einhver ár og þau héldu uppá Thanksgiving (í USA var það á fimmtudag en það gekk betur upp á helginni í UK). Það var gaman og mikið af góðum mat.
Blogged with Flock
Æ, grey Hvítrússinn.
SvaraEyðaÞeir eru alltaf svo spes þegar þeir keppa í Eurovision, sé hann alveg fyrir mér alvopnaðan og vanvirtan!
Knús til ykkar,
Bogga
já, við erum sko búin að tikka þetta box - förum á eitthvað annað næst :)
SvaraEyðakveðja til allra