Beyglaður bíll
Ég lenti í smá óhappi með bílinn minn á helginni.
Ég skrapp með Lindsey inn í bæ til að versla aðeins fyrir jólin og lagði bílum í bílastæði. Ég bakkaði inn í stæði, eins og ég geri venjulega, en svo fattaði ég að stæðið var bara fyrir fatlaða þannig að ég fór áfram í stæði fyrir framan mig.
Þegar við vorum búin að versla og vorum að fara heim athugaði ég ekki að það var stálbiti (þakstoð) við hliðina á bílnum. Ég byrjaði að beygja of snemma og skellti bílnum í bitann og beyglaði farþegahurðina og braut spegilinn af.
Árans óheppni, en það er ekkert við það að gera. Maður borgar víst tryggingafélögunum fyrir að sjá um svona lagað og engin þörf á að hafa áhyggjur yfir neinu.
Við lentum við í smá vandræðum með jólakalkúninn á helginni. Hann var í gamla frystinum í bílskúrnum og þegar ég skrapp þangað með eitthvað annað sá ég að allt var þar hálffrosið.
Frystirinn hafði gefið sig. Það var eins gott að þetta uppgötvaðist ekki á jóladag.
Það var ekkert annað að gera en skutlast út í búð og kaupa annan og til að láta ekkert fara til spillis elduðum við þann sem var farinn að þiðna og borðuðum í gær. Ron tengdapabbi og Lynn vinkona Alison komu í mat því það var nóg af kjötinu.
Jólatréð var skreytt fyrir viku og jólastemmingin er aðeins farin að láta sjá sig þó að anddyrið sé óklárt.
Blogged with Flock
Þið eruð sko laaangt á undan áætlun. Búin að skreyta OG borða jólamatinn! Geri aðrir betur :)
SvaraEyðaLeitt að heyra með bílinn, spurning með að reka hann aðeins utan í hinum megin til að fá heilsprautun frá tryggingunum?? Nei ussussuss, bara létt spaug, svoleiðis lagað gerir maður auðvitað ekki.
Knús og kveðjur í kotið,
Bogga
Ég hafði ekki hugsað útí það að við værum á undan áætlun heldur hugsaði ég: "æ nei, kalkúni tvær vikur í röð!".
SvaraEyða