Búinn að fá nóg af Fésbókinni
Búinn að prufa Fésbók.
Það var gaman í smá tíma að finna fólk en svo varð þetta bara leiðinlegt. Síðurnar eru alltof langar og fullar af drasli. Allskonar "applications" til að senda fyndna mynd eða videó, taka þátt í spurningaleik eða IQ prófi, senda faðmlög, kossa, úldna sokka eða eitthvað annað fáránlegt.
Fésbókin á semsagt ekki alveg við mig. Held ég leggi hana á hilluna þó að það sé auðvelt fylgjast með þegar maður er með Flock.
* * *
Ég hef alveg gleymt alveg að minnast á afmælis-partíið hennar Lindseyar. Hún átti náttúrulega afmæli í Mars en hélt ekki partý fyrr en fyrir tveimur vikum. Hún bauð flestum úr bekknum sínum í dýra-partý. Það kom kona með alskonar dýr: tarantula, chinchilla, rottur, snáka, eðlur, risa kanínu, og eitthvað fleira. Hún talaði um dýrin og krakkarnir fengu að snerta og halda á þeim. Þetta fanst þeim mjög gaman.
Þetta hefur verið fínasta afmælisveisla hjá Lindsey, pöddur og skriðdýr... geggjað, hefði ég viljað vera fluga á vegg. Eða nei, kannski ekki, ég hefði líklega verið étin!!
SvaraEyðaLeitt að þú skulir vera hættur á Fésbók, það er eins með hana og flest annað í lífinu. Þótt ruslið sé mest áberandi þar sem það flæðir um allt þá hunsar maður það og skoðar aðeins það áhugaverða :)
Knús til ykkar allra,
Bogga
Hún verður lögð á hilluna í bili, Fésbókin, en ég kíki kanski inn öðru hverju. Eins og ég sagði, þá er auðvelt að fylgjast með á Flock, er það ekki Bogga Flock-fan?
SvaraEyða