Classical Spectacular
Við Alison fórum á tónleika í gærkvöldi með Magnúsi og Guðrúnu. Þetta var Classical Spectacular með frábærri klassískri tónlistarblöndu með kórsöng, óperu, lasersjóvi og endaði svo með 1812 Overture eftir Tchaikovsky með fallbyssuskotum, riffilskotum og innanhús-flugeldum.
Stórgóð skemmtun! Við verðum að gera þetta aftur á næsta ári.
Krakkarnir höfðu vini í heimsókn um kvöldið (sleep over) og barnapían varð að passa allt liðið meðan við skemmtum okkur en allt fór vel fram.
hæhæ þetta er Sólveig fræmka...gaman að geta fylgst með ykkur þar sem þið eruð ekki nálægt. Þetta er flott síða og ´g bið að heilsa krökkunum og ég hlakka til að sjá ykkur !!
SvaraEyðaKv. Sólveig !!!