Það styttist í íslandsför
Ég er búinn að vera í Manchester megnið af vikunni. Á miðvikudaginn fór ég með hóp af vinnufélögum út að borða. Ég fór aftur í vinnuna á eftir en sumir héldu áfram á barnum fram undir nótt og þar var veskinu stolið af einni stelpunni sem ég er að vinna með. Hún stoppaði öll kortin sín eins fljótt og hún gat en þeir sem tóku það voru sneggri en það og tókst að versla fyrir £12,000 á stuttum tíma. Alveg ótrúlegt. Það er meira að segja búið að skyfta um kortakerfi hér og allir eiga að slá inn pin númer í staðin fyrir að skrifa undir, en einhvernveginn hefur þeim tekist að skrifa undir í staðinn. Það er stundum hægt ef fólk getur ekki munað pin númerið sitt.
Við fengum nokkra vini í mat í gær og í kvöld er planið að við förum í mat til annara vina okkar. Á sunnudaginn kemur Chris, systir Alison, og fjöldkylda hennar ásamt Ron og bróður Dot og maðurinn hennar í mat til okkar. Það er semsagt mikið að gera hjá okkur um helgina við að fara og bjóða í mat.
Í næstu viku verð ég aftur í Manchester þannig að það liggur allt á Alison að pakka og gera allt klárt fyrir jólaferðina til Íslands. Krakkarnir komast ekki í jólafrí fyrr en á föstudaginn 22. desember, sem þau eru dálítið spæld yfir en þau byrja ekki aftur fyrr en mánudaginn 8 janúar.
Það styttist í við komum til Íslands. Bara 7 dagar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...