Slæmt ferðaveður
Þá er bráðum komið að því að við leggjum af stað. Við förum til Stanstead eldsnemma á morgun og lendum eftir hádegið, það er að segja, ef það verður flogið. Hér er búin að vera mikil og þykk þoka síðustu daga sem hefur stoppað mikið af flugvélum, aðalega í Heathrow. Þar eru tugþúsundir standaðir. Stanstead hefur ekki haft eins mikla þoku þannig að við erum að vona að það stoppi okkur ekki. En það er svo von á öðru óveðri á Íslandi í nótt, ofan á allt sem er búið að ganga á, þannig að það er allt óvíst.
Við vonum samt hið besta.
Hjá okkur er hellingur að gera við að klára að pakka og svoleiðis. Við Alison ætlum að kíkja í partý hjá vinum okkar í kvöld í smá tíma áður en við lúllum okkur.
Hér eru allri spenntir...
Sjáumst fljótlega.
Jahérna þið veljið árstímann til að ferðast!!!
SvaraEyðaHér er vitlaust veður og búið að gefa út stormviðvörun fyrir kvöldið og nóttina. Svo stefnir önnur lægð hingað seinnipartinn á morgun :-o
Við krossleggjum öll fingur hérna og vonum bara að það verði flogið.
Kveðja,
Bogga og co.