mánudagur, desember 11, 2006

Jólamarkaður í Bath

Við fórum til Bath í gær (sunnudag) til að líta á jólamarkaðinn þar. Þetta er árlegur viðburður hjá Johnsons Coaches, þar sem Alison vinnur. Starfsfólkið getur farið í ódýra rútuferð eitthvert í Englandi þar sem er jólamarkaður. Ferðin var skemmtileg þó að það var dálítil rigning. Markaðurinn var ekkert voðalega stór, aðeins um 200 stallar en við fórum í Rómversku baðhúsin (safn) þarna til að skoða. Lindsey er að læra um Rómverjana í skólanum og fannst gaman að skoða.

Á laugardaginn ávkváðum við hvaða eldhúsinnréttingu við ætlum að fá okkur þannig að allt er að fara í gang þar. Það lítur út fyrir að vinna við það verði hafinn í endaðann Janúar á næsta ári. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er dýrt. Það væri ódýrara að kaupa sér lúxusbíl.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...