Jólatré
Þá er jólatréð komið upp. Það fór upp á sunnudaginn og hefur aldrei verið jafn snemma á ferðinni og í ár. Við verðum að njóta jólaskreytinganna í okkar eigin húsi í smá tíma áður en við förum til Íslands því þegar við komum til baka verðum við að taka allt dótið niður aftur.
Við erum líka búin að pakka öllum gjöfunum krakkana og velja nokkar (ekki of stórar) til að taka með okkur. Hún Alison mín er búin að vera voðalega dugleg við að versla og undibúa allt sem er eins gott því maðurinn hennar er með fóbíu fyrir búðarápi.
Ég er að dunda mér í vinnunni, hér í Manchester. Það er nóg að gera hjá mér þó að það sé ekkert alltof áhugavert eins og er. Er að kanna hvernig kanna hvernig tvö Cramer kerfi sem þeir hafa hér, virka svo ég get komið með áætlun um hvað það eigi eftir að kosta að uppfæra og sameina þau. Ég er búinn að vera hérna síðan á mánudaginn en fer heim í kvöld. Svo verð ég á litlu námskeið í Coventry á fimmtudag of föstudag.
Veðrið er búið að vera hundleiðinlegt síðustu dagana, rok og rigning. Alison sagði mér í gær að stóri rósarunninn fyrir framan húsið okkar hafi fokið niður og liggur bara í rúst. Þetta er árlegur viðburður. Ég varð að hlaupa út í bíl í morgun en ég varð samt blautur eins og hundur af sundi. En mikið vorkendi ég fólkinu sem var á gangi því það gengu svona líka svaka gusur frá bílunum þegar þeir keyrðu framhjá þeim.
Þannig að þú myndir vilja skipta við okkur á veðri, hér er 5 gr. frost og rok! Íííískalt er það heillin ;)
SvaraEyðaHlakka til að sjá ykkur, það styttist óðum.
Kveðja, Bogga