Sumarfrí - Loksins
Þá erum við loksins komin með plan fyrir sumarfríið okkar.
Við höfum verið í vandræðum með að finna eitthvern stað sem okkur langar til og getum varið á því það varð að vera skifti á "timeshare" íbúðinni okkar. Okkur langaði mikið til að fara til Skotlands en það var ómögulegt að finna neitt þar og það var ekkert að hafa í Frakklandi eða á Spáni heldur, nema á Kanaríeyjum en við vildum ekki þangað.
Við vorum búin að panta tveggja vikna frí í ágúst frá vinnuni en ekkert gekk að finna stað fyrir okkur og við vorum farin að hafa áhyggjur af því.
Það kom upp möguleiki fyrir nokkrum vikum að fara til Ungverjalands og okkur var farið að hlakka mikið til en þá kom í ljós að íbúðin þar var of lítil fyrir okkur fjögur. En svo á síðustu helgi fanst stærri íbúð á sama stað þannig að allt er komið í gang og við erum byrjuð að plana ferðina.
Við ætlum að fljúga til Vínarborgar og keyra þaðan til Ungverjalands. Staðurinn sem við fengum er við Balaton vatn og þar ætlum við að slappa af og skoða nágrenið. Við ætlum í helgarreisu til Budapest og við skreppum trúlega til Croatia og Serbia sem eru ekki langt frá. Eftir tvær vikur þarna förum við til baka til Vínar og verðum þar í 3 daga áður en við höldum heim á leið.
Alison fór á bókasafnið í gær og fékk nokkrar bækur um Ungverjaland sem ég er byrjaður að lesa því maður verður að vita eitthvað um landið sem maður er að heimsækja.
Loksins getum við farið að hlakka til að fara í sumarfrí.