Veltikarl
Eitthvað átti ég skilt með Veltikarlinum úr Leikfangabæ í gærkvöldi.
Ég var að fara með stól ofan af efri hæðinni niður stigann þegar ég steig á möppu sem Hávar hafði skilið eftir á einu þrepinu og ég sá ekki. Annar fóturinn flaug undan mér og hinn bögglaðist undir mig þegar ég hrundi niður stigann.
Ekki fór eins illa og á horfði, bara nokkrar litlar skrámur og marblettir, en blessunin hún Lindsey vaknaði með andfælum við allann hávaðann og kom hágrátandi niður.
Eitthvað þykir henni vænt um klaufann hann pabba sinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...