mánudagur, júní 25, 2007

Blautir dagar koma og fara

Það er búið að vera ansi blautt á okkur síðustu vikurnar þannig að það hlýtur að vera gott veður á Íslandi. Ég vona að það sé líka gott veður í Noregi þar sem mamma og Ragnheiður eru að stússa sig á fornmanna slóðum.

Ferðin til Manchester í morgun var frekar háskaleg, mikil umferð og það rigndi stanslaust. Þurkurnar höfðu varla undan.

Einhvernvegin hélst hann þurr mestmegnið af deginum í gær. Jóhanna, systurdóttir Alison var að ferma sig.

Þetta var tvöföld athöfn. Fyrst var hún "babtised" heima hjá prestinum þar sem henni, og öðrum, var dýft í vatn (sundlaug í bakgarðinum) og seinna var það svona samskonar kirkju ferming og á íslandi, þó ekki með neinum veisluhöldum eftirá.

Ekki fann ég þó fyrir neinum heilagleika, fannst það alveg vanta þó að ég sé ekkert sértstaklega trúaður. Venjulega þegar maður fer í kirkju þá líður manni vel eftirá en það var eitthvað of mikið af leikaraskap og halelúja dóti. Mér fannst ekkert sérstaklega gaman að þessu. Kanski var það bara ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...