Endurfundir
Ég komst til Glasgow á endanum...
Okkur var ekki hleypt að vélinni fyrr en það var kominn tími til að fara í loftið. Við gengum að hliðinu okkar og létum rífa af brottfararspjöldunum okkar og gengum svo í gegnum ranann að vélinni. Þar urðum við að bíða í dálítinn tíma þangað til okkur var sagt að flugstjórinn hafi orðið veikur og farið heim. Það var verið að finna annan flugstjóra en það tæki eflaust klukkkutíma. Okkur var svo snúið við og rekin til baka inn í flugstöð en þá var tilkynt að það væri "búið að finna flugstjóra og gætum við snúið til baka að hliðinu okkar", sem við gerðum. En að því að það var búið að rífa af brottfaraspjöldunum þá varð að tjékka hvern mann af lista, sem tók sinn tíma. Og svo voru einhverjir standaglópar sem heyrðu ekki tilkinninguna um brottför og fundust ekki þannig að það varð að fara og finna farangurinn þeirra og taka hann úr vélinni.
Þetta hófst þó á endanum og ég var komin til Glasgow um 16:00 í staðinn fyrir 14:30.
Ég hitti mömmu fyrir utan hótelið sem við gistum á (við erum á sama hóteli og sömu hæð) og það var heppni því gemsinn hennar virkaði ekki (pin númerið) og textinn sem hún senti mér frá öðrum síma komst aldrei til skila. Ég reyndi að texta og hringja í hana en það virkaði ekkert. En við semsagt hittumst og röltum um bæinn í góðu veðri, skýjað en hlýtt.
Um kvöldið fórum við út að borða á indverskum veitingastað með heilum hóp af (háværum) íslenskum kennurum. Það var gaman að heyra og tala íslensku og maturinn var góður enda er indverskur matur í uppáhaldi hjá mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...