mánudagur, júní 18, 2007

Þjóðhátíðardagur

Mamma fór heim frá Glasgow á fimmtudaginn eftir að hafa farið til Edinborgar á þriðjudaginn og svo í skoðanaferð til Loch Lomond og nágreni á miðvikudaginn. Ég held að hún hafi skemmt sér ágætlega, allavega var gaman að sjá hana.

Í gær var sautjándi Júní og til að halda uppá þjóðhátíðardaginn fórum við í BBQ til Guðrúnar og Magnúsar ásamt Annie og Lúdó. Það var gaman og grillið var sértstaklega bragðgott. Það var hálf ótrúlegt að rigningin hélt sig einhverstaðar annarstaðar heldur en í Redditch því það er búið að vera ansi blautt þessa síðustu daga. Er það ekki óvenjulegt fyrir þjóðhátíðardag eða frídaga yfirleitt?

Lindsey tók það á sig til að læra helstu litina á Íslensku og gekk bara vel.

En í dag er sú litla heima með bakverk. Hún hefur verið að fá í bakið öðru hverju en á milli er hún í nokkuð góðu formi. Það á að heimsækja lækninn í kvöld til að athuga með hana. Þarna á myndinni er hún úti í garði (í góðu formi) að masa í síma við eina vinkonu sína.

Ég flaug aftur til Glasgow í morgun. Það var farið að rigna aftur í Birmingham en sólin skein í Skotlandi.

4 ummæli:

  1. Gleðilegan þjóðhátíðardag í gær!!! Það kemur alltaf ánægjulega á óvart þegar 17. júní er rigningarlaus. Svo var einnig hér á klakanum, bara sól og fínheit hér eins og hjá ykkur :)
    Vonandi jafnar Lindsey sig fljótt í bakinu.
    Kveðja,
    Bogga og co.

    SvaraEyða
  2. Gleðilega þjóðhátíð í fyrradag!! :) Ánægð með Lindsey að læra litina á íslensku, endilega hvetja hana áfram.

    Bið að heilsa öllum ;)

    SvaraEyða
  3. Langaði bara að benda þér á þennan hlekk:
    http://mbl.is/bladidnet/2007-06/2007-06-19.pdf
    Það er smá viðtal við Trausta á bls 18!!
    *Knús*
    Bogga

    SvaraEyða
  4. Takk fyrir hlekkinn Bogga.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...