mánudagur, júlí 16, 2007

BBQ í rigningu

Okkur var boðið í BBQ til nágrana okkar í gær. Annar sonur þeirra er fer í sama skóla og Hávar. Veðrið var dálítið tvísýnt en það var ekkert dokað við hlutina og grillið fór í gang. Það hélst þurt meðan við vorum að grilla en svo fór að sudda þegar við byrjuðum að borða en við hörkuðum af okkur og borðuðum úti undir stórri sólhlíf sem gegndi hlutverki regnhlífar. Það var mjög gaman og við borðuðum alltof mikið.

Ég var að athuga með veðrið í mið-Evrópu áðan og það er aldeilis hitinn þar, um og yfir 40° og fer hækkandi. Vonandi verður ekki alveg svona heitt þegar við verðum þar í ágúst. En ég býst svosem alveg við því að við tökum rigninguna með okkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...