sunnudagur, júlí 01, 2007

Sofið með ljónum og tígrisdýrum

Héðan er það helst að frétta að Hávar fór í reisu með skátunum á föstudagskvöld og við eigum von á honum til baka seinnipartinn í dag. Þeir fóru til West Midlands Safari Park til að skemmta sér og svo ætluðu þeir að tjalda í túni við hliðina á ljónasvæðinu. Það var mikið grín gert að því að þeir ættu að sofa inn á ljónasvæðinu og skiftast á að standa vörð. Við höfum ekki heyrt af honum en vonandi var gaman hjá þeim. Þeir eru eflaust haugblautir því það er búið að rigna alla helgina.

Þá er England loks orðið reyklaust. Bann við reykingum á almennum stöðum fór í gang klukkan 6 í morgun. Engin reykjafýla í fötunum þegar komið er heim af pöbbunum.

Lífið hér í Englandi er eins og að lifa í spennusögu með allar þessar hryðjuverkaárásir/tilraunir á helginni, í London og á flugvellinum í Glasgow. Fjölskyldan mín er með miklar áhyggjur af þessu því ég er alltaf að ferðast.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...