föstudagur, júlí 06, 2007

Fjöruferð

Skólinn hennar Lindseyar fer í fjöruferð til Burnham-on-Sea á hverju ári og í ár er sá dagur í dag.

Alison var búin að plana að fara með Lindsey en það er búið að vera svo tvísýnt með veðrið uppá síðkastið að þær hafa verið óákveðnar um hvort þær færu nokkuð. En það var engin rigning í morgun og spáin alveg sæmileg, nokkuð þurt en samt skýjað og vindasamt, þannig að þær lögðu í það. Ég veit ekkert hvernig þær hafa það því síminn hennar Alison er dauður (það gleymdist að hlaða hann) en vonandi eru þær að skemmta sér. Mér sýnist á web cam myndinni að það er sól þar þessa stundina.

En svo á allt aðra hluti...

Ég var að vafra um netið um daginn og rakst á video á TED.com þar sem Hans Rosling talar um hvernig hann hefur komið upplýsingum um fátækt og aðra hluti í myndrænt form sem er auðvelt að skilja. Hugbúnaðurinn sem hann hannaði var svo nýlega keyptur af Google sem gerði hann aðgengilegann á netinu. Horfiði á video-ið fyrst og prufið svo Trendalizer frá Gapminder. Það er margt þar sem kemur á óvart.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...