þriðjudagur, júlí 03, 2007

Tölvudrasl

Sem betur fer gerist það ekki oft að tölvur fari í skapið á mér, sem er eins gott því ég verð að umgangast þær á hverjum degi, en ég var orðinn ansi pirraður seinnipartinn í dag.

Talvan mín tók uppá þeim óskunda snemma í morgun að neita tengingum í gegnum vafarann hvort sem það var á netið eða einhverstaðar annarstaðar á servum í fyrirtækinu þar sem ég er að vinna. Tengingar á gagnagrunna virkuðu illa líka.

Ég mætti í vinnuna klukkan átta í morgun og byrjaði strax að reyna að leysa úr þessu og ég var að finna ástæðuna. Það tók mig næstum því tíu klukkutíma, en ég var ekki á því að hætta. Ástæðan á endanum var einhver hugbúnaður sem fyrirtækið mitt hafði setti á tölvuna þegar hún var ný til að fylgjast með netnotkun og einhvernvegin hafði hugbúnaðurinn truflast eitthvað og neitað mér að tengjast neinu. Ég var búin að prufa allt sem mér gat dottið í hug og var að íhuga síðasta úrræðið, að endurhlaða XP.

Sem betur fer fór allt vel.


Á meðan íslendingar eru að sólbrenna í góða veðrinu erum við í Bretlandi að drukkna í allri þessari rigningu. Það ætlar bara ekkert að hætta að rigna. Allt komið á kaf og flóð og vandræði útum allt.

En ég er samt viss um að þegar/ef það hættir að rigna þá verður farið að kvarta yfir vatnsskorti. Það þarf alltaf að kvarta yfir einhverju.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...