Jarðskjálfti
Það reið víst jarðskjálfti yfir Bretland um eitt leitið í nótt.
Ég svaf bara og fann ekki neitt, enda er ég ekki viss um að hann hafi fundist í Newbury, en Alison vaknaði og það var allt á skjálfi. Hún fór á fætur til að athuga hvað þetta hafi verið og tuttugu mínútum seinna kom það í ljós að grunsemdir hennar voru réttar því þetta fór að birtast í fréttunum í sjónvarpinu.
Svona lagað er fréttnæmt því það gerist ekki svo oft hér á slóðum.
úff, það er óþægilegt að vakna við svona lagað!!!
SvaraEyðaSem betur fer gerist það ekki oft. Voru krakkarnir ekki fúlir yfir því að vakna ekki við lætin?
Já Ingvar þú ert sannur Íslendingur vanur smá hristingi ;-)
SvaraEyðaAnnars er manni ekki sama þegar jörðin skelfur svona undir manni.