Konan farin til Írlands
Núna er konan farin frá mér í sína árlegu reisu með vinnunni að skoða hótel. Í þetta skifti fóru þau til Írlands, en ekki gekk það allt samkvæmt áætlun. Hún lagði af stað eldsnemma í gærmorgun út á flugvöll því flugvélin átti að leggja af stað til Dublin rétt fyrir 8 en hún vildi ekki fljúga allavega var ekki hægt að loka hurðinni. Hópurinn fór því úr vélinni til að athuga með aðrar vélar sem var ekki auðvelt en á endanum fundu þau pláss og komust til Dublin um tvö leitið.
Þetta er svolítið skondið að hún hafi farið til Írlands því við ætlum þangað í sumarfríið okkar í Ágúst. Erum búin að bóka svotil allt og erum spennt. Ég býst við að hún komi með hauga af bæklingum um staði sem hún vill skoða í sumar.
Það var líka annað sem var skondið í síðustu viku. Ég er nýbyrjaður á nýju verkefni hjá Vodafone í Newbury og ég var að setja upp tölvupóstfangið mitt hjá þeim á fimmtudaginn og var að lesa póstinn sem var í innboxinu þegar ég sé póst frá einhverjum á Englandi til fólks á Íslandi. Ég vissi ekki af hverju ég var að fá þennann póst en bjóst við að einhver hafði bætt mér óvart við listann. Þegar ég var búinn að lesa allann póstinn kemur nýr póstur frá einhverjum Pétri sem var að forðast yfir því afhverju einhver hafði bætt þessum Ingvari Bjarnasyni á póstlistann. Honum fanst þetta sniðugt því hann ætti mág í Englandi með þessu nafni.
Auðvitað var þetta hann Pétur Rúnar mágur minn, og ég svaraði og sagði hver ég væri og að ég væri líka mágur hanns Péturs. Þetta var skrítin tilviljun.
Þvílík tilviljun að þið Pétur skylduð "hittast" svona!
SvaraEyðaSvona er heimurinn alltaf að minnka.
Skemmtileg tilviljun. Heimurinn virðist alltaf fara minnkandi :-D
SvaraEyða