mánudagur, apríl 28, 2008

Búinn að fá nóg af Fésbókinni

Búinn að prufa Fésbók.

Það var gaman í smá tíma að finna fólk en svo varð þetta bara leiðinlegt. Síðurnar eru alltof langar og fullar af drasli. Allskonar "applications" til að senda fyndna mynd eða videó, taka þátt í spurningaleik eða IQ prófi, senda faðmlög, kossa, úldna sokka eða eitthvað annað fáránlegt.

Fésbókin á semsagt ekki alveg við mig. Held ég leggi hana á hilluna þó að það sé auðvelt fylgjast með þegar maður er með Flock.

* * *

Ég hef alveg gleymt alveg að minnast á afmælis-partíið hennar Lindseyar. Hún átti náttúrulega afmæli í Mars en hélt ekki partý fyrr en fyrir tveimur vikum. Hún bauð flestum úr bekknum sínum í dýra-partý. Það kom kona með alskonar dýr: tarantula, chinchilla, rottur, snáka, eðlur, risa kanínu, og eitthvað fleira. Hún talaði um dýrin og krakkarnir fengu að snerta og halda á þeim. Þetta fanst þeim mjög gaman.

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Fésbók

Ég var að skrá mig á Facebook í kvöld.

Þetta er búið að vera svo mikið í fréttunum og það eru svo margir að tala um þetta þannig að ég varð að athuga hvað allur þessi hávaði er um.

Ég er ekki búinn að gera mér neina ákveðna skoðun um hlutina. Lítur út fyrir að geta orðið mikill tímaþjófur, en við sjáum til.

laugardagur, apríl 19, 2008

Sönnunargagn

Hörður og Árný halda því fram að Google Earth hafi náð myndum af mér í sólbaði í garðinum mínum.

En ég verð að afneita þessari kenningu því þetta er bara skuggi af pottaplöntu. Hér er sönnunargagnið þó enginn sé skugginn dag:

föstudagur, apríl 18, 2008

Internet frík

Íslendingar eru víst mestu internet fríkin í Evrópu.

Er nokkur hissa?

föstudagur, apríl 11, 2008

Snjómyndir

Hér eru nokkrar myndir frá síðustu helgi. ( Picasa )


þriðjudagur, apríl 08, 2008

Hundar og Snjór

Við Alison fórum í hundana á helginni.

Við fórum með vinum á
"Greyhound Racing" þar sem við fengum okkur að borða og svo var sett á hundana. Auðvitað unnum við ekki oft og komum út i mínus en það var gaman að þessu í góðum félagsskap.

Krakkarnir gistu hjá systur Alison yfir nóttina en þegar við vöknuðum og litum útum gluggann sáum við að allt var orðið hvítt.

Ég held að þetta sé fyrsti snjór "vetrarins", núna þegar það er komið vor.

Þetta voru trúlega um 10 sentimetrar af púðursnjó sem var farinn að bráðna í morgunsólinni sem skein í heiðum himni. Ég fór að sækja krakkana og tók sleðann hennar Lindseyar með mér og þegar ég kom til þeirra voru þau farin út í almenningsgarðinn til að leika sér. Ég fann þau og þau skemmtu sér þar við að renna sér og búa til snjókarla.

En dýrðin var ekki langlíf og um kvöldið var allur snjór horfinn.

Blogged with the Flock Browser

föstudagur, apríl 04, 2008

Puttalingur

Við ákváðum að fara í hjólreiðaferð í kvöld öll fjölskyldan, sérstaklega vegna þess að Lindsey er svo spennt að nota nýja hjólið sitt. Við lögðum af stað en ekki höfðum við komist langt áleiðis þegar við urðum að stoppa. Hávar hafði farið aðeins á undan og svo stoppað til að bíða eftir okkur og á meðan hann var að bíða tróð hann fingri inn í endann á stýrinu og þar sat hann fastur.

Við fórum heim og helltum uppþvottalegi og svo matarolíu til að reyna að fá hann lausan. Hávari fannst þetta bara fyndið þó að við værum að segja að við yrðum að fara með hann uppá spítala með stýrið á fingrinum. En Lindsey fannst þetta ekkert fyndið og fór að gráta.

En þetta gekk á endanum og hann varð laus og við fórum af stað aftur í hjólreiðarferðina sem gekk áfallalaust.

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Mörgæsir

Nýjustu fréttir frá BBC!