Hundar og Snjór
Við Alison fórum í hundana á helginni.
Við fórum með vinum á
"Greyhound Racing" þar sem við fengum okkur að borða og svo var sett á hundana. Auðvitað unnum við ekki oft og komum út i mínus en það var gaman að þessu í góðum félagsskap.
Krakkarnir gistu hjá systur Alison yfir nóttina en þegar við vöknuðum og litum útum gluggann sáum við að allt var orðið hvítt.
Ég held að þetta sé fyrsti snjór "vetrarins", núna þegar það er komið vor.
Þetta voru trúlega um 10 sentimetrar af púðursnjó sem var farinn að bráðna í morgunsólinni sem skein í heiðum himni. Ég fór að sækja krakkana og tók sleðann hennar Lindseyar með mér og þegar ég kom til þeirra voru þau farin út í almenningsgarðinn til að leika sér. Ég fann þau og þau skemmtu sér þar við að renna sér og búa til snjókarla.
En dýrðin var ekki langlíf og um kvöldið var allur snjór horfinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...