föstudagur, apríl 04, 2008

Puttalingur

Við ákváðum að fara í hjólreiðaferð í kvöld öll fjölskyldan, sérstaklega vegna þess að Lindsey er svo spennt að nota nýja hjólið sitt. Við lögðum af stað en ekki höfðum við komist langt áleiðis þegar við urðum að stoppa. Hávar hafði farið aðeins á undan og svo stoppað til að bíða eftir okkur og á meðan hann var að bíða tróð hann fingri inn í endann á stýrinu og þar sat hann fastur.

Við fórum heim og helltum uppþvottalegi og svo matarolíu til að reyna að fá hann lausan. Hávari fannst þetta bara fyndið þó að við værum að segja að við yrðum að fara með hann uppá spítala með stýrið á fingrinum. En Lindsey fannst þetta ekkert fyndið og fór að gráta.

En þetta gekk á endanum og hann varð laus og við fórum af stað aftur í hjólreiðarferðina sem gekk áfallalaust.

2 ummæli:

  1. Þessi reiðhjól eru stórhættuleg :-))

    SvaraEyða
  2. hahha Snillingar ;) Að fara með stýrið á spítalann ;) hah hvernig ætli því hefði verið tekið :O haha
    Sjáumst vonandi brátt :D

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...