mánudagur, júní 09, 2008

Vikan í hnotskurn

Það er búið að vera mikið um stutt verkefni í vinnunni. Í síðustu viku voru það tveir dagar í London svo einn í Bracknell og svo endaði vikan í Birmingham.

Á föstudagskvöld var mér boðið á pöbbarölt sem var voða gaman en ég er allveg óþjálfaður í svona "atvinnu" drykkjumennsku og þess vegana varð ekkert úr Laugardeginum hjá mér. Ég verð að læra af þessu.

En fyrir utan Laugardaginn var helgin góð og og ekki spillti frábært veður. Um laugardagskvöldið var ég búinn að jafna mig og þá fórum við Alison út að borða á Indverskan veitingastað með öðrum fjórum pörum. Gott kvöld, góður matur og góður félagsskapur!

Hávar fór með skátunum í síkja-siglingu á helginni. Lagði af stað á föstudagskvöld og kom heim á í gærkvöldi (sunnudag) dauðþreyttur en hafði skemmt sér vel. Hann fór í svona ferð í fyrra líka en þá kom hann heim haugblautur en veðrið lék við þá í þetta sinnið.


Lindsey fékk vinkonu í heimsókn og gistingu á Föstudaginn og fór svo sjálf í heimsókn og gistingu hjá annari vinkonu sinni á Laugardaginn. Á Sunnudaginn var svo heitt að vatnsrennibrautin var græjuð fyrir Lindsey til að kæla sig (og skemmta sér).

Og í dag heldur góða veðrið áfram með næstum 30° hita. Það eru allir gluggar opnir og ég er kominn í stuttbuxurnar.

1 ummæli:

  1. Pöbbarölt og Indverskur matur? Þetta er uppskrift af draumahelgi. Kveðjur af klakanum!

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...