Mýrin
Ég var að klára að lesa Mýrina eftir Arnald Indriðason í gærkvöldi.
Mamma lánaði mér bókina þegar hún kom til Glasgow í síðustu viku. Mér fanst sagan stórgóð og hún hélt spennunni vel. Það var líka gaman að lesa sögu á íslensku því það eru orðin nokkur ár síðan ég gerði það síðast.
Núna langar mig bara að sjá myndina!
En er það ekki skrítið hvað bækur eru dýrar á Íslandi?
Á netinu get ég fengið hana á íslensku hjá edda.is fyrir 1,782 krónur en á amason.co.uk get ég fengið enska útgáfu á £1.19.
Er eitthvað vit er í þessu?
Já, ég hef einmitt tekið eftir þessu íslenska ruglverði á bókum! Hvurs lags bókaþjóð gerir þegna sína tilneydda til að panta bækur sínar á erlendum tungumálum því þær eru margfalt ódýrari þannig??
SvaraEyðaVar einmitt á Amazon að panta "A thousand splendid suns" eftir Khaled Hosseini (hann skrifaði bestu bók sem ég hef lesið lengi, Flugdrekahlauparann, mæli með henni!).
Já, ég sá einmit Flugdrekahlauparann (The Kite Runner) í bókabúð um daginn og var að spá í að skella mér á hana en gerði það ekki í það skiftið.
SvaraEyðaEn fyrst þú mælir svo vel með henni geri ég það eflaust bráðum.
Ég get líka mælt með Flugdrekahlauparanum. Frábær bók.
SvaraEyða