fimmtudagur, júní 21, 2007

þrettán

Hvað er það með töluna 13 sem lætur menn trúa að hún valdi ólukku?

  • Á leiðinn heim frá Glasgow í gær sat ég í 12. sætisröð og ég tók eftir að það var engin röð númer 13 heldur var röð 14 fyrir aftan mig.
  • Á nýju skrifstofunni í Manchester (sem ég hef ekki séð ennþá) vildi engin sitja við borð númer 13, þannig að ég tók það.
  • Við búum í húsi númer 14 en það er ekkert hús númer 13 í götunni heldur er það kallað 12a.

Ég tékkaði aðeins á þessu og auðvitað kemst maður að því að:

  • Við síðustu kvöldmáltíðina voru 13 að borði og Jesú var svo krossfestur á föstudaginn 13.
  • Í norrænum goðasögum fór Loki óboðin í matarboð fyrir 12 og olli dauða Baldurs.
  • Í apríl 1970 var Apollo 13 á loft klukkan 13:13 (mið Ameríku tími) og 13. Apríl sprakk súrefnistankur um borð.
  • o.s.f.v. o.s.f.v. o.s.f.v.

Það er auðvitað hægt að draga ályktanir af öllu sem maður sér og heyrir og ef úrtakið er nógu stórt (sem það er) er hægt að koma með svörin sem maður vill heyra. Ef svarið er "13 er ólukku númer" þá er bara að finna ólukkulega hluti sem gerðust þann 13. eða þar sem 13 manns voru saman komin eða manneskjan hafði 13 bólur á rassinum eða eitthvað álíkt.

Algert rugl!

3 ummæli:

  1. Djúpar pælingar bróðir sæll!
    Ætli það sé ekki rétt hjá þér að það sé hægt að fá þau svör sem maður vill heyra, eða þá röksemdir fyrir fullyrðingum sínum.

    Ég er þó á því að 13 sé happatalan mín. Ekki út af neinu sérstöku, ég hef bara ákveðið það...fer núna í það að finna röksemdir fyrir þessari fullyrðinu minni!!

    *Knús*
    bogga

    SvaraEyða
  2. Já....þetta er pæling.
    Mér stóð nú til boða að fæðast þann 13. sept...en ég kaus að fæðast þann 14. til vonar og vara ...ehhh :o/
    Haldið áfram að pæla!

    SvaraEyða
  3. Þetta eru engar pælingar systur góðar, þetta er bara svona.
    Mín skoðun er að ef einhver trúir sterkt á eitthvað þá getur það gert gott (eða slæmt). Þetta er eins og með "spiritual healing". Það mundi ekki virka á mig því ég trúi ekki á það en fyrir suma myndi það virka fínt.
    Ef einhver trúir því að 13 er til ólukku þá getur það vel orðið að ólukku fyrir hann.
    Þetta er bara svona.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...