Strik í reikningnum
Ég var búinn að ákveða að vinna frá Glasgow vikuna sem mamma verður þar og var búinn að kaupa flugmiða og allt en í gær kom smá strik í reikninginn.
Fyrirtækið sem ég er að vinna fyrir í Manchester og Glasgow er ekki búið að ganga frá greiðslu fyrir vinnuna þannig að það var ákveðið að hætta að vinna að verkefninu þangað til búið er að ganga frá því.
Það þíðir að ég verð að vinna að öðrum verkefnum þangað til og það gæti þítt að ég get ekki unnið frá Glasgow. Og ég sem var farinn að hlakka svo til að hitta mömmu. Kanski ég skreppi bara í skotferð. Við sjáum til, en vonandi verður búið að ganga frá hlutunum.
Hér er annars þetta fína veður, 25 stiga hiti, og við erum að skella okkur í grill til vina.
Æ hvurslags er þetta eiginlega. Vonandi verður hægt að redda þessu einhvern veginn svo þið mamma getið hist.
SvaraEyða25 stig segirðu hmmm... ekkert hefði ég á móti því :) Annars er búið að vera vel heitt hérna, fór upp í 20 stig í vikunni! Það vantar bara sólina :-/
Kærar kveðjur,
Bogga
Voru það 20 stig undir suðurveggnum í skjóli ????
SvaraEyðaNeibb, næstum því 20 stig í forsælu hérna og m.a.s. 23 stig í bíl á ferð inni í Hvalfirði!
SvaraEyðaÞað er blessuð blíðan allstaðar
SvaraEyða