fimmtudagur, júní 07, 2007

Góðar fréttir

Góð frétt númer eitt:

Þá er búið að ganga frá því að ég flýg til Glasgow á sunnudaginn og verð fram á fimmtudag, sömu daga og mamma verður þar. Við getum hist á kvöldin, farið út að rölta og þessháttar.

Það verður gaman.

Góð frétt númer tvö:

Kristján Erlings og Oddatáin hans ætla að taka við rekstri Kambs á Flateyri. Maður varð smeykur þegar það fréttist að Kambur væri að loka en núna lítur allt betur út. Flott hjá Stjána!

Það er alltaf gaman að fá góðar fréttir!

2 ummæli:

  1. Frábært að þið mamma verðið í Glasgow á sama tíma :)
    Og ég sem var komin á fremsta hlunn með að hrinda af stað landssöfnun og borga reikninginn fyrir fyrirtækið sem þú vinnur fyrir svo hittingurinn gæti orðið að veruleika!
    Hafið það sem allra best :-*
    Boggan

    SvaraEyða
  2. Já, þetta verður gaman.
    Plan B var að ég tæki mér frí á mánudaginn, flygi til Glasgow á sunnudag til að vera með mömmu og til baka á mánudag.
    Plan A er mikið mikið betra.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...