Litlir sumadagar
Vonandi er þessi rigningatíð að ljúka. Það rignir ekki á hverjum degi og þurru dagarnir eru jafnvel indælir.
Krakkarnir hafa haft mikið að gera í sumarfríinu sínu. Það er svo stutt að það verður að troða eins miklu að og hægt er. Þau hafa farið í bíó, keilu, heimsóknir til vina, o.s.f.v. Í gær var veðrið nógu gott til að fara í vatnsbardaga og það var hópur af krökkum með vatnsbyssur og fötur í götunni hjá okkur. Allir haugblautir. Voða gaman.
Hávar er að undibúa sig til að fara í viku útilegu með skátunum. Það er heill hellingur af skátum samankomnir í Chelmsford í Essex til að halda uppá 100 ára afmæli skátahreyfingunar. Það komast ekki allir að þar en þeir fara samt í útilegu til að halda uppá afmælið. Svo verður farið í dagsferð til Chelmsford á fimmtudaginn. Það verður mikið að gera í þessari útilegu hjá þeim og vonandi verður veðrið gott.