sunnudagur, maí 06, 2007

Helgarfrí

Frænkur krakkana, Jo og Becky, hafa verið hjá okkur yfir helgina á meðan foreldrar þeirra tóku helgarreisu saman úti að ganga í góða veðrinu. Við fórum öll í hjólreiðaferð að vatninu í Redditch í gær og í dag höfum við bara verið að slappa af. Ég sló blettinn í morgun og núna erum við bara að horfa á "Happy Feet" og borða súkkulaði. Á eftir kemur Ron í mat og við erum líka að búast við Chris og Dave í mat líka.

Við fengum heldur óvelkomna heimsókn inn í hús í morgun. Þetta var risa geitungur sem sat bara í rólegheiunum á stiganum, trúlega með 5 cm langan búk og óhugnanlegur að líta á. En það var tiltölulega auðvelt að ná honum og drepa á meðan krakkarnir földu sig í öðrum herbergjum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...