föstudagur, júlí 13, 2007

Afmælisbarn dagsins...

Alison á afmæli í dag og það er byrjað að rigna, aftur, en vonandi ekki of lengi.

Hún fór út að versla með vinkonum sínum í tilefni dagsins en í kvöld ætlum við að fara út að borða og svo á sýninguna hanns Hávars. Frumsýningin á leikritinu var í gær og gekk vel og hann var var mjög ánægður.

Þetta virðist vera mjög dökkt leikrit, það er allavega mikið af blóði og bardögum. Verður spennandi að sjá það í kvöld.

Það er föstudagurinn 13. í dag. Er einhver hjátrúarfullur?

4 ummæli:

  1. Til hamingju með daginn Alison!
    Auðvitað er ekkert nema gott við föstudaginn 13. og hann verður án efa ánægjulegur í alla staði.
    Knús og kossar,
    Bogga og co.

    SvaraEyða
  2. Innilega til hamingju með stelpuna.
    Kveðja, Helga frænka

    SvaraEyða
  3. Kær kveðja og knús til konunnar frá okkur í Spóahólum :)

    SvaraEyða
  4. Takk fyrir kveðjurnar. Þeim hefur verið komin á framfæri. :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...