Gegnsósa
Hvenær ætlar þessari rigningatíð að ljúka?
Það er búið að rigna svotil stanslaust á okkur í 6 vikur, eða kanski meira en það. Þetta rennur allt saman í hausnum á manni; heilinn er gegnsósa.
Mikið var ég feginn að ég var að vinna heima í gær því stór hluti samgöngukerfisins lagðist niður í gær vegna úrkomunnar. Ég ætlaði að fara til Coventry og vinna á skrifstofu okkar þar en hætti við það á síðustu stundu því mér leist ekkert á alla rigninguna.
Gærdagurinn var síðasti skóladagurinn hjá krökkunum. Þau eru loksins komin í sumarfrí, ef það er hægt að kalla þetta sumar. Það er júlí og maður verður að skella kyndingunni í gang öðru hverju til að ná úr manni hrollinum og rakanum. Ég man ekki eftir öðru eins sumri - eins og vorið var nú gott.
Alison lagði af stað í vinnuna í morgun en varð að snúa við því það var flóð á leiðinni. Hún kom heim og fór svo aftur af stað á mínum bíl, fór aðra leið og komst alla leið.
Síðasta bókin um Harry Potter kom út í gær um miðnættið. Ég fór með Hávari og Lindsey inní bæ til að standa í biðröð til að kaupa eina. Biðröðin var orðin ansi löng áður en búðin opnaði en sem betur fer vorum við nær framendanum og þurfum ekki að bíða of lengi eftir að geta gripið eintak af bókinni.
Hávar byrjaði strax að lesa hana.
Já, maður er orðinn ansi þreyttur á þessari rigningu, - dagurinn í gær var mjög erfiður fyrir ansi marga en sem betur fer þá tók það mig ekki langan tíma að komast heim ´- gott að búa upp á hæð:)
SvaraEyðaRínar nennti sko ekki ekki að standa í biðröð eftir Harry Potter, hann pantaði hana á netinu og hún kom í morgun - ég veit hvað hann mun gera í dag :)
Kysstu Alison frá mér - koss með síðbúnum afmæliskveðjum
bestu kveðjur
Guðrún og co
Hávar er búinn að vera með nefið í bókinni í allan dag, nema hvað hann tók sér smá frí til að fara með vini sínum í bíó - til að horfa á Harry Potter myndina.
SvaraEyða