miðvikudagur, júlí 11, 2007

Joseph og Narnia

Hávar og Lindsey hafa í mörgu að snúast þessa dagana, í sambandi við leiklist og söng. Hávar hefur verið að æfa fyrir leikrit, The Lion, the Witch and the Wardrope (Narnia), sem verður frumsýnt á morgun í Palace leikhúsinu okkar í Redditch. Hann er ekki með stórt hlutverk en það verður samt að æfa stíft. Síðasta æfingin er í kvöld og verður frá 5 til 10. Hann á eftir að vera svo þreyttur þegar þetta er allt búið.

Lindsey hefur verið að æfa "Jacob and the Amazing Technicolor Dreamcoat" með skólafélögum sínum. Fyrsta sýning var í gær og sú næsta verður á morgun. Hún er aðallega í kórnum en hún er með smá hlutverk á sviðinu líka. Við Alison fórum á frumsýninguna í gær og skemmtum okkur vel. Það er alltaf svo gaman að sjá þessa krakka á sviði.

Það virðist sem stórrigningarnar sem hafa verið að hrjá okkur séu í hjöðnun. Síðasta helgi var alveg ágæt og ég náði að slá villigarðinn sem hefur verið eins og mýri en var orðin nokkuð þurr. Við þurfum að fá fleiri svona daga því þurfum að aðlaga okkur að hitanum (sem ég er að búast við) í Ungverjalandi áður en við förum þangað. :)

1 ummæli:

  1. Það er gott að rigningin sé í rénun hjá ykkur. Vonandi þýðir það samt ekki að hún dembist yfir okkur í staðinn!! Bara nokkrir dagar í sumarfrí hjá mér og ég krosslegg fingur í von um að góða veðrið haldi :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...