Slæm íþróttavika
Þetta er búin að vera slæm vika fyrir Breska íþróttamenn. Fyrst töpuðu þeir fyrir Rússum í fótbolta, á laugardaginn létu þeir í lægra haldi fyrir Suður Afríku í rúgbý, og svo fór agalega fyrir Lewis Hamilton á sunnudaginn þegar hann náði ekki að verða heimsmeistari í F1.
En ég skemmti mér vel.
Ég fylgist venjulega ekki með íþróttum en ég horfði á England - S-Afríku spila rúgbý og hafði æðislega gaman af. Hávar fylgist aðeins með og hann útskýrði fyrir mér reglurnar og þetta var stórskemmtilegt. Almennilegt mannasport, engar væluskjóður eða leikarar sem þykjast detta, eins og er í Enska fótboltanum.
Í gær, sunnudag, fórum við með Ron tengdapabba til Kinver í göngutúr í fallega haustveðrinu. Þar eru rústir af "hellahúsum" sem var búið í þangað til 1965.
Þegar við komum heim var F1 að byrja og ég horfði á keppnina með Ron. Þetta var fyrsta F1 keppnin sem ég hef séð þetta keppnistímabil og það var gaman að fylgjast með þó að Hamilton hafi ekki unnið.
Krakkarnir eru í hálfannarfríi þessa viku.
Æ, við gætum nú komið á landsleik í fótbolta, Ísland vs. England... þá ætti nú að rætast úr þessu hjá ykkur því Ísland tapar ALLTAF (nema stundum...)
SvaraEyðaÞað væri gaman að koma Íslandi og Englandi saman í handbolta. Ísland myndi alveg örugglega rústa leiknum því það veit enginn hér hvað handbolti er.
SvaraEyðaÉg er stundum spurður hvaða íþrótt eru Íslendingar góðir í og ég segi yfirleitt "handbolti", og þá er ég spurður "hvað er það?"