Explorer Scouts
Hávar er farinn í enn eina útileguna með skátunum. Hann er orðinn of gamall fyrir skátahópinn sem hann var í og er núna að athuga með Explorer Scouts þar sem eru eldri krakkar. Hann fór með þeim í gær, föstudag, og kemur til baka á sunnudaginn. En það er ekkert víst að hann haldi áfram því þeir hittast á fimmtudögum þegar hann er í leikhúshópnum sínum og á föstudögum þegar hann er í litlu ungmennafélagi aðra hverja viku. En við sjáum til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...