föstudagur, september 26, 2008

Kominn til landsins

Ég er kominn til landsins. Fluginu seinkaði um 2 tíma og vélin fór í loftið klukkan 23:25.

Það var dálítið fyndið hvað áhöfnin var alltaf að minna farþegana á að flýta sér að setjast niður svo þeir gætu farið af stað. Þeir voru dálítið stressaðir. Svo þegar vélin var að fara í loftið heyrði ég á tali þeirra að ef vélin hefði ekki verið farin af stað klukkan 23:28 þá hefði hún verið kyrrsett þangað til um morguninn. Bara 3 mínútur eftir. Flugvöllurinn lokar nefnilega yfir nóttina.

Ég fékk þetta fína sæti aftarlega í vélinni þar sem neyðarútgangurinn var og þess vegna mikið pláss fyrir fæturna. Ég var líka einn í sætisröðinni. Þetta var eins og á Saga Class.

Hér er rok og rigning (ekta enskt sumarveður) en það á víst að lagast.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...