mánudagur, júní 11, 2007

Skoðanaferð

Við mamma hittumst aftur í kvöld og fórum út að borða með fáeinum úr hópnum hennar. Í þetta skifti fórum við á Kínverskan stað sem var alveg ágætur. Hinar konurnar úr hópnum voru ekki á því að fara að ganga eftir matinn og ætluðu bara til baka á hótelið.

En mamma og ég slitum skóleðrinu á götum Glasgow borgar. Við fórum í gegn um aðalgötuna og svo að háskólasvæðinu og þaðan að dómkirkjunni. Þegar við vorum komin þangað vorum við orðin of þreytt til að halda áfram að eldgömlum kirkjugarði (Necropolis) sem við sáum á hæð en þar voru leiðin skreyttir turnar og súlur. Mjög tilkomumikið.

Ég verð að fara þangað einhverntíma sjálfur að skoða.

Á morgun fara mamma og hópurinn hennar með lest til Edinborgar á fyrirlestur þar en eftirmiðdaginn geta þau svo notað til að skoða borgina.

4 ummæli:

  1. Gaman að heyra að þið mamma gátuð farið í göngu saman og skoðað borgina :)
    Þvílík heppni að þið skylduð vera á ferðinni þarna á sama tíma! Svona er heimurinn lítill :-D
    Knús og kossar,
    Bogga

    SvaraEyða
  2. Æðislegt að þið mæðgin skylduð geta dúllað ykkur saman í Skotlandi, bæði í vinnuferðum!

    Stórskemmtilegt alveg :)

    Stuðkveðja úr Spóahólunum.

    SvaraEyða
  3. Þarna ertu Helga. Ég sé þig ekki oft hérna. Þú verður að kíkja oftar.

    SvaraEyða
  4. Jamm, kíki oftar héðan í frá. Búin að vera í smá netlægð.

    Ertu kominn heim? Bið að heilsa elsku fólkinu þínu.

    Saknaðarkveðjur

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...