Eru flóð góð?
Eftir nokkra góða (sæmilega) daga þá er farið að rigna aftur - ooojjj.
Kanski verður maður bara að reyna að líta á góðu hliðarnar.
Það hefur ekki verið vandamál með maura þetta árið. Venjulega er maður á varðbergi og úðar mauraeitri þegar það eru farnar að koma mauraþúfur á milli rifana á hellunum í kringum húsið. Maurar hafa varla sést það sem af er sumri. Það er gott.
Það sama má segja um vespur. Ég man ekki eftir að hafa séð nema fáeinar í vor (og svo þessa tvo risa geitunga sem buðu sjálfum sér inní hús í vor). Það er gott líka.
En svo verður manni hugsað til dýranna sem geta ekki forðað sér undan flóðunum: broddgeltir, moldvörpur, o.s.f.v. Greyið þau.
Nei, þessi flóð eru ekki góð.
Nei, flóð eru örugglega ekki góð. Flóðin hjá ykkur þýða þó samfellda sól og eindæma blíðu hér á landi ísa svo maður spyr sig... ;)
SvaraEyðaVið höfum samt greinilega haft fleira af ykkur en góða veðrið í sumar því hér er allt fullt af alls konar pöddum sem ég hef bara aldrei séð áður! Risavaxnar marglitar köngulær, geitungar og einhver maurakvikindi eru hér daglegt brauð. Og skordýrasafnarinn hann sonur minn nýtur góðs af því!
Vonandi fara þessi flóð bara að taka enda hjá ykkur og aðeins að slakna á hitanum í Ungverjalandi, þá hlýtur sumarið ykkar að enda jafn vel og það byrjaði.
Knús og kremjur,
Bogga